Hvað bjóðum við upp á?

Okkar þjónusta byggir á vel útbúnum og öflugum rútum.
Hópferðabílar Jónatans þjónusta allar gerðir hópa, svo sem íþróttafélög, starfsmannfélög, ferðafélög í óvissuferðum, eldri borgara og fyrirtæki sem skipuleggja ferðir innanlands um okkar áhugaverða land. Hérna á tenglunum til hægri má sjá dæmi um ferðir sem við sjáum um og skoða hvort það hentar fyrir þig og þá starfsemi sem þú ert að skipuleggja.
- Skólaferðir
- Sveitaferðir
- Fjöruferðir
- Skíðaferðir
- Söguferðir
- Íþróttahópar
- Starfsmannaferðir
- Óvissuferðir
- Eldri borgarar
- Ferðamenn
Eitt elsta rútufyrirtæki landsins
Fyrirtækið hefur starfað frá árinu 1954 og er eitt elsta rútufyrirtæki landsins. Okkar þjónusta hefur alla tíð byggst á því að hafa tiltæka öflugar og þægilegar rútur sem henta bæði í styttri og lengri ferðir. Í gegnum árin höfum við flutt fjölda farþega vítt og breitt um landið ásamt því að fara með Íslendingum á erlenda grund.
Um fyrirtækið
Rótgróið fjölskyldufyrirtæki
Fyrsti bíllinn var Setra árgerð 1954 og þótti hann alla tíð ansi góður bíll. Fljótlega keypti Jónatan sendiferðabíl sem hann breytti í rútu. Þessi bíll var af gerðinni Hensel og var hann mest notaður í skólaakstur.
Lesa meira
Jónatan Þórisson
Stofnandi & eigandi

Kristján Kristjánsson
Framkvæmdastjóri