Um fyrirtækið

Saga fyrirtækisins

Eigandi Hópferðabíla Jónatans er Jónatan Þórisson en hann stofnaði fyrirtækið árið 1964. Jónatan er því búinn að vera í rúturekstri frá þeim tíma og er fyrirtækið í dag eitt elsta rútufyrirtæki landsins.

Fyrsti bíllinn var Setra árgerð 1954 og þótti hann alla tíð ansi góður bíll. Fljótlega keypti Jónatan sendiferðabíl sem hann breytti í rútu. Þessi bíll var af gerðinni Hensel og var hann mest notaður í skólaakstur. Rútuflotinn telur í dag 9 bíla.

Árið 1969 hóf Jónatan akstur fyrir Vinnuskóla Reykjavíkur og sinnti hann þeim akstri óslitið í 20 ár.

Árið 1995 hóf fyrirtækið skólaakstur í Mosfellsbæ og hefur séð um þá þjónustu fram til dagsins í dag.

Allt frá fyrstu tíð hefur þjónusta fyrirtækisins byggst á því að aka ferðamönnum um landið. Á sumrin hefur fyrirtækið séð um akstur fyrir ferðaskrifstofur bæði innlendar sem erlendar. T.d. er talsvert um að Hópferðabílar Jónatans aki gestum skemmtiferðaskipa. Á veturna tekur skólaaksturinn hins vegar við þegar ferðamönnum fækkar.

Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru að Flugumýri 22 Mosfellsbæ þar sem við höfum bæði skrifstofu og verkstæði fyrir rúturnar.

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins í dag er tengdasonur Jónatans, Kristján Kristjánsson og hafa þeir starfað saman í um 20 ár.

Fyrirtækið er aðili að Hópferðamiðstöðinni (TREX) og sinnir verkefnum þar auk þess að starfa sjálfstætt.* Gróflega áætlaðar tölur frá upphafi rekstrar.