Okkar þjónusta


Skólaferðir

Til margra ára höfum við flutt farþega úr fjölmörgum skólum í hvers kona skólaferðir. Farþega úr grunnskólum, framhaldsskólum, sérskólum og háskólum. Allt frá stuttum ferðum þar sem hópnum er skutlað á safn eða bíó yfir í lengri ferðir þar sem gist er yfir nótt eða nokkrar nætur. Hversu stór sem ferðin er eða lítil henta okkar vel útbúnu rútur ákaflega vel. Langferðabílar sem eru með öll nauðsynleg þægindi.

 • Sveitaferðir
  Á vorin eru ferðir í sveitir landsins vinsælar og er þá farið víða um land til að skoða sveitabæi og lífið í sveitinni. M.a. til að sjá nýfædd lömbin og fræðast um lífið í sveitinni. Skemmtilegar rútuferðir til að skoða lífið til sveita í þægilegum rútum.
 • Fjöruferðir
  Í fjöruferðum fer saman fræðsla og ánægjuleg upplifun í náttúru landsins. Þá er gengið um fjöruna og safnað því sem hugurinn girnist. Ánægjulegar ferðir í þægilegum rútum með öllum nauðsynlegum þægindum.
 • Skíðaferðir
  Flestir skólar bjóða uppá skíðaferðir í Bláfjöll, Skálafell, Akureyri, Dalvík, Sauðárkrók eða hvert sem er þar sem hægt er að komast í skíðalyftu og gistingu.
 • Söguferðir
  Vinsælt er að fara á söguslóðir fornbókmennta. Fræðast um staði þar sem þekktir atburðir úr sögu þjóðarinnar áttu sér stað. Vinsælar eru ferðir um sögulóðir Njálu , Egilssögu, Harðarsögu hólmverja og fjölda annarra sagna. Sérlega hentugar rútur þar sem hægt er að nota gott hátalarakerfi, öfluga skjái og DVD tæki samhliða leiðsögn. Í okkar þægilegu rútum er auðvelt að ferðast um landið og miðla fræðslu.

Íþróttaferðir

Íþróttastarf er öflugt víða um land. Í mörg ár höfum við ferðast með íþróttahópa úr hinum ýmsu greinum á leiki eða mótið hvert á land sem er. Einnig höfum við ferðast með margs konar íþróttahópa í okkar þægilegu langferðabílum í æfingabúðir og skemmtiferðir. Í rútunum okkar eru rúmgóð sæti og margs konar þægindi til að gera ferðina léttari og skemmtilegri.

Starfsmannaferðir

Það er vinsælt á mörgum vinnustöðum að fara með vinnufélögum í hópeflisferðir. Í boði eru margir staðir sem ánægjulegt er að heimsækja með vinnufélögunum og efla liðsandann. Hópferðabílarnir okkar koma að sérlega góður gagni í slíkum ferðum enda allir vel útbúnir til að flytja farþega í slíkum ferðum. Þá er vinsælt að fara í jólahlaðborð, vinnuferðir, skemmtiferðir hvort sem er innan höfuðborgarsvæðisins eða til nálægra bæja. Við önnumst líka smá skutl á milli staða þegar atburðir eru skipulagðir á mörgum stöðum yfir daginn.

Óvissuferðir

Undanfarin ár hefur það færst í vöxt að hópar fari í óvissuferðir af ýmsum toga. Oft hafa þetta verið skemmtilegar ferðir og hefur komið á óvart hversu kraftmikið hugmyndaflug liggur oft að baki skipulagningu slíkra ferða. Oftast eru þetta sérlega skemmtilegar ferðir og segja má að allt sé mögulegt. Í þessum ferðum hefur komið í ljós að þægindi og búnaður rútunnar skiptir miklu máli. Það er þýðingarmikið þegar ferðin nær milli margra staða að hafa vel útbúinn langferðabíl. Rútu sem hefur DVD tæki, gott hátalarakerfi, kaffivél og klósett. Komdu með þína hugmynd og við hjálpum þér að gera hana að veruleika. Og hafðu í huga að búnaður rútunnar getur verið hluti af skipulagningu ferðarinnar.

Eldri borgarar

Hópferðabílar Jónatans hafa langa reynslu í akstri með eldri borgara. Skemmtiferðir af ýmsum toga eins og til dæmis ferðir í leikhús eða matsölustað innan borgarmarkanna. Einnig höfum við flutt eldri borgara í þerra skemmtilegu ferðum um lengri veg. Okkar þægilegu og velútbúnu rútur eru sérlega hentugar þar sem rými er gott og búnaður til mikilla þæginda. T.d. höfum við farið í ferðir um Borgarfjörðinn, Hvalfjörðinn, safnaferðir til Akraness, Njáluferðir, Þórsmerkurferðir, suðurströndin, eldgosaferðir og jafnvel utan lands til Færeyja svo dæmi séu nefnd.

Ferðamenn

Fyrir alla þá sem eru að skipuleggja ferðir um landið þá er upplagt að hafa samband og sjá hvort við getum ekki aðstoðað með því að deila með ykkur upplýsingum úr okkar lögnu reynslu. Hvort ekki sé ástæða til að skoða öll þau þægindi og allan þann búnað sem rúturnar okkar bjóða uppá til að tryggja að ferðin heppnist vel. M.a. sækjum hópa til Keflavíkur á flugvöllinn, förum með farþega í Bláa lónið og erum í stakk búin til að fara hvert á land sem er. Hjá okkur er engin ferð of lítil og heldur er engin ferð og stór. Við getum gert ferðir minni hópa og stærri hópa ánægjulegar í okkar vel útbúnu langferðabílum þar sem þægindi og notanlegur ferðamáti er í fyrirrúmi. Hvort sem þú ert að skipuleggja dagsferðir eða lengri ferðir, með eða án leiðsögumanns þá erum við rétti aðilinn til að hafa samband við. Við höfum mikla reynslu til margra áratuga í að skipuleggja ferðir og getum auðveldlega hjálpað til við skipulagninguna.

Ef þú vilt skipuleggja hringferðir um landið, ferðir á áhugaverða staði á hálendi Íslands, ferðir í náttúrperluna Þórsmörk, skoðunarferð um hina ægifögru náttúru Vestfjarða, ferð til Vestmannaeyja eða ferðir á aðra áfangastaði þar sem öflugir og þægilegir langferðabílar koma við sögu þá eru Hópferðabílar Jónatans næsti áfangastaður þinn.

Einnig getum við skipulagt með þér ferðir á erlenda grund. Við ökum til l Seyðisfjarða og tökum ferjuna til Færeyja, Noregs eða Danmerkur þar sem ekið er hvert sem er.

Hafðu samband og við aðstoðum þig við skipulagningu á ferðinni fyrir þig.

Bílarnir

Allar okkar rútur eru með öryggisbelti og hljóðkerfi svo leiðsögumaður geti talað við farþegana.